Í bókfærslu 1IN05 verður kynnt bókhaldshringrásin og helstu reglur um tvíhliða bókhald. Fjallað verður um grundvallarhugtökin eignir, skuldir, gjöld og tekjur. Kenndar verða almennar færslur í dagbók og uppgjör reikninga í reikningsjöfnuði. Farið verður í helstu reikninga sem notaðir eru í bókfærlsu og þeir notaðir í dagbókafærlsu og reiknisjöfnuði.

Námsmatið er leiðsagnarmat þar sem vinna nemanda er metin jafnóðum allan námstímann. Til grundvallar matinu eru fjögur próf, fjögur skilaverkefni og mat kennara á vinnu nemenda, vinnubrögðum og framförum. Nemandi þarf að ná að lágmarki 5,0 að meðaltali fyrir prófahlutann til að standast lokmati áfangans og heildarmeðaleinkunn þarf að vera 5,0 til að nemandi standist áfangann.